Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

GSSE 2017: Liðakeppni í júdó í dag

02.06.2017

Í dag fór fram liðakeppni í júdó. Þetta var jafnframt síðasti dagur júdókeppninnar á Smáþjóðaleikunum 2017.

Í kvennaflokki kepptu Ásta Arn­órs­dótt­ir (í -69 kg flokki) og Anna Vík­ings­dótt­ir (í -78 kg flokki). Á Smáþjóðaleikum má hvert lið senda þrjá kepp­end­ur, einn í hverj­um flokki. Ísland sendi eng­an í -52 kg flokk­inn og var liðinu því sjálf­krafa dæmt eitt tap í hverri viður­eign.

Í fyrstu viðureigninni, gegn Lúx­em­borg, töpuðust báðir bardagarnir. Ásta tapaði fyr­ir Dur­bach og Anna fyr­ir Mos­song. Í næstu viðureign, gegn Svart­fjalla­landi töpuðust einnig báðir bardagarnir, gegn Sunj­evic og Pekovic. Ásta og Anna unnu síðan bardagann gegn Andorra. Ásta vann Ruiz og Anna vann gegn Lopez. Á móti Liechten­stein tapaði Ásta gegn Bieder­mann á meðan Anna vann Kaiser. Ísland tapaði hins veg­ar viður­eign­inni þar sem Liechten­stein vann sjálf­krafa -52 kg flokk­inn.

Íslenska karlaliðið sendi ekki keppanda til leiks í -66 kg flokki. Gísli Vil­borg­ar­son (í -81 kg flokki) og Eg­ill Blön­dal (í -100 kg flokki) kepptu í karlaflokki og töpuðu gegn Svart­fjalla­landi og Liechten­stein, 2:1 í báðum viður­eign­um.

Eg­ill vann Pantic frá Svartfjallalandi, en tapaði gegn Bu­echel frá Liechten­stein. Gísli vann Grimm frá Liechtenstein en tapaði gegn Milic frá Svart­fjalla­landi.