GSSE 2017: Sundfólkið með sex verðlaun í dag
Bryndís Rún Hansen fékk gullverðlaun í 50 m skriðsundi í dag á tímanum 26,22 sek.
Hrafnhildur Lúthersdóttir fékk gullverðlaun í 100 m bringusundi á tímanum 1:08,84. Karen Mist Arngeirsdóttir var í 4. sæti í sama sundi.
Íslenska sveitin í 4x100m fjórsundi kvenna, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Bryndís Rún Hansen og Inga Elín Cryer, hafði mikla yfirburði í dag. Þær syntu á 4:10,50 og voru 13 sek. á undan Kýpur. Íslenska sveitin setti þar með mótsmet.
Íslenska sveitin í 4x100m fjórsundi karla, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Viktor Máni Vilbergsson, Ágúst Júlíusson og Aron Örn Stefánsson, unnu til silfurverðlauna í dag. Þeir syntu á tímanum 3:47,67. Íslenska sveitin setti þar með landsmet.
Viktor Máni Vilbergsson vann til silfurverðlauna í 100 m bringusundi á tímanum 1:03,73. Kristinn Þórarinsson hafnaði í 4. sæti í sama sundi.
Eygló Ósk Gústafsdóttir vann til bronsverðlauna í 200 m skriðsundinu á tímanum 2:04,24. Sunneva Dögg Friðriksdóttir varð í 6. sæti.
Kristófer Sigurðsson varð í 5. sæti og Þröstur Bjarnason varð í 6. sæti í 200 m skriðsundi.
Aron Örn Stefánsson varð í 4. sæti í 50 me skriðsundi.