GSSE 2017: Gott gengi í bogfimi
Bogfimifólk var í eldlínunni í dag á Smáþjóðaleikunum. Helga Magnúsdóttir keppir um gullverðlaun á morgun í trissuboga og Margrét Einarsdóttir um bronsverðlaun í trissuboga. Guðmundur keppir um bronsverðlaun í sveigboga á morgun. Lið karla í trissuboga keppir einnig um brons.
Úrslit dagsins eru eftirfarandi:
Trissubogi (Compound)
Margrét Einarsdóttir vann Schaedler-Zacharias frá Liechtenstein 131:115. Margrét vann síðan Tsangari frá Kýpur 135:133. Margrét tapaði fyrir Dias frá Lúxemborg 130:129.
Guðmundur Guðjónsson tapaði fyrir Zacharias frá Liechtenstein 135:134.
Astrid Daxbock tapaði fyrir Kokkinou frá Kýpur 122:120.
Guðjón Einarsson tapaði á móti Bonelli frá San Marínó 142:138.
Carsten Tarnow tapaði fyrir Christodoulou frá Kýpur 141:136.
Helga Magnúsdóttir vann Picaud frá Mónakó 139:137. Helga tapaði síðan fyrir Dolci frá San Marínó 145:130.
Sveigbogi (Recurve)
Guðmundur Guðjónsson vann Borovic frá Svartfjallalandi 6:4 og Panagi frá Kýpur 6:4. Guðmundur tapaði síðan fyrir Henckels frá Lúxemborg 6:0. Guðmundur mun spila um bronsverðlaun á morgun.
Sigríður Sigurðardóttir vann Astrid Daxbock 6:4, en tapaði síðan fyrir Mousikou frá Kýpur 6:4.
Guðný Eyþórsdóttir vann Zacharias frá Liechtenstein 6:4, en tapaði síðan fyrir Kourouna frá Kýpur 6:0.
Sigurjón Sigurðsson vann Grischke frá Liechtenstein 6:0, en tapaði síðan fyrir Klein frá Lúxemborg 7:3.
Harald Gústafsson tapaði fyrir Klein frá Lúxemborg 6:0.