Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

GSSE 2017: Aðalfundur Smáþjóðaleika

01.06.2017

Aðalfundur Smáþjóðaleika (GSSE) fór fram mánudaginn 29. maí á sögulegum stað, Palazzo Graziani, sem er miðja San Marínó. Fundinn sátu fyrir Íslands hönd Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.

Forseti Ólympíunefndar Svartfjallalands, Dusan Simonovic, var kjörinn til forseta samtaka GSSE til loka leikanna sem fram fara í Svartfjallalandi 2019. Skipulagsnefnd Svartfjallalands fór yfir Smáþjóðaleikana 2019 sem munu fara fram 27. maí - 1. júní 2019. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, blak, körfubolti, skotíþróttir, tennis, borðtennis, strandblak og bowls. Einnig er möguleiki á að þeir bæti við annarri grein sem tekið verður fyrir á næsta Aðalfundi GSSE á næsta ári.

Andorra mun halda Smáþjóðaleikana árið 2021. Íþróttagreinar leikanna í Andorra verða frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, taekwondo, karate, hjólreiðar, fimleikar og körfubolti 3 á móti 3 og 5 á móti 5, blak og strandblak. Malta mun halda Smáþjóðaleikana 2023. 

Á fundinum var Jean Pierre Shoebel (Mónakó) endurkjörinn sem forseti tækninefndar GSSE og Angelo Vicini (San Marínó) sem framkvæmdastjóri leikanna til næstu fjögurra ára.

Næsti fundur GSSE verður haldinn í Zagreb í tengslum við Aðalfund Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) í nóvember næstkomandi.