Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

GSSE 2017: Tvö gull og eitt brons í júdó

31.05.2017

Íslensku keppendurnir í júdó hófu keppni í dag.

Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jóns­son hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. 

Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína.

Grím­ur Ívars­son hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viður­eign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði hon­um bronsið.

Þrjár glímur um bronsverðlaun hjá íslenskum keppendum töpuðust í dag. Í +90 kg flokki vann Eg­ill Blön­dal andstæðing frá Andorra en tapaði fyrir andstæðingi frá San Marínó. Hann glímdi um brons við keppanda frá Lúx­em­borg og tapaði.

Svein­björn Iura, í -81 kg flokki, átti einnig möguleika á bronsverðlaunum eftir að hafa unnið eina af tveimur glímum sínum, en tapaði.

Gísli Vil­borg­ar­son tapaði bronsviður­eign á móti keppanda frá Lúx­em­borg í -73 kg flokki.

Ásta Lovísa Arn­órs­dótt­ir tapaði sín­um tveim­ur viður­eign­um í -57 kg flokki.

Myndir frá Smáþjóðaleikunum má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt