GSSE 2017: Sveitir Íslands í bogfimi keppa um brons
Sveitir Íslands í bogfimi hafa staðið sig vel og munu keppa um bronsverðlaun á föstudag.
Karlasveitin með sveigboga (recurve) tapaði fyrir Kýpur í undanúrslitum í dag, 5:2. Sveitin mætir San Marínó í bronsviðureign.
Blandaða sveitin með sveigboga vann San Marínó í 8-liða úrslitum, 5:1. Sveitin tapaði fyrir Kýpur í undanúrslitum 5:3. Sveitin mætir Svartfjallalandi í bronsviðureign.
Blandaða sveitin með trissuboga (compound) vann Mónakó 141:138. Sveitin tapaði fyrir Lúxemborg í undanúrslitum, 149:144. Sveitin mætir San Marínó í bronsviðureign.
Karlasveitin með sveigboga vann Liechtenstein 219:217 en tapaði fyrir Lúxemborg í undanúrslitum 223:205. Sveitin mætir Kýpur í bronsviðureign.
Einstaklingskeppni í bogfimi hefst á morgun fimmtudag.