Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

GSSE 2017: Silfur í götuhjólreiðum og nýtt Íslandsmet í bogfimi

30.05.2017

Í dag hófst keppni í öllum greinum nema einni á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Keppni í júdó hefst á morgun, miðvikudaginn 31. maí.

Í dag er keppt í blaki, tennis, borðtennis, sundi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, skotíþróttum, bogfimi og bowls. Ísland á keppendur í öllum greinum nema bowls.

Hjólreiðar

Í götuhjólreiðum kvenna náði Erla Sig­ur­laug Sig­urðardótt­ir öðru sæti. Ágústa Edda Björns­dótt­ir hafnaði í átt­unda sæti, Ása Guðný Ásgeirs­dótt­ir í tólfta og Krist­ín Edda Sveins­dótt­ir í því þrett­ánda. Silfurverðlaun Erlu eru fyrstu verðlaun Íslands á Smáþjóðaleik­un­um 2017. 

Besta árangri í götuhjólreiðum karla náði Óskar Ómars­son. Hann hafnaði í sjötta sæti. Ant­on Örn Elfars­son hafnaði í 10. sæti, Birk­ir Snær Inga­son í 24. sæti og Guðmund­ur Ró­bert Guðmunds­son í 25. sæti.

Sund

Sundfólkið okkar hefur staðið í ströngu ferðalagi, ásamt körfuboltahópnum, sl. daga. Eftir stuttan svefn í nótt þurfti sundfólkið að keppa í undanrásum snemma í morgun. Það komust allir Íslend­ing­arn­ir sem kepptu í und­an­rás­um í fyrstu grein­un­um áfram í úr­slit­in. Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir, Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir og Bryn­dís Han­sen fengu besta tíma í sín­um grein­um.

Eygló Ósk náði besta tímanum í 200 metra baksundi, 2:23,82 mín­út­ur. Íris Ósk Hilm­ars­dótt­ir varð í fimmta sæti á 2:28,64 mín­út­um. Hrafn­hild­ur Lúthersdóttir náði besta tím­anum í 200 m fjór­sundi, 2:19,85 mín­út­ur. Sunn­eva Dögg Friðriks­dótt­ir varð sjötta á 2:28,60 mín­út­um. Bryn­dís fékk besta tím­ann í 100 m skriðsundi, 57,66 sek­únd­ur. Eygló Ósk varð önn­ur á 58,48 sek­únd­um.

Aron Örn Stef­áns­son komst í úr­slit í 100 m bring­u­sundi en hann synti á 52,96 sek­únd­um, sem var sjö­undi besti tím­inn.

Bogfimi

Í undan­keppni kvenna í bog­fimi með trissu­boga varð Helga Kol­brún Magnús­dótt­ir efst í kvenna­flokki, en Ast­ird Dax­bock og Mar­grét Ein­ars­dótt­ir verma sjötta og sjö­unda sæti.

Í undan­keppn­i karla í bogfimi með sveig­boga er Sig­ur­jón Atli Sig­urðsson í sjötta sæti, efst­ur Íslend­ing­anna. Hann setti nýtt Íslandsmet, 630 stig. Þar á eft­ir koma Guðmund­ur Örn Guðjóns­son og Har­ald­ur Gúst­afs­son, í tólfta og fimmtánda sæti. 


Síðar í dag er undan­keppni karla með trissu­boga og kvenna með sveig­boga en úr­slita­keppn­in í þess­um grein­um hefst á fimmtu­dag­inn.

Tennis

Í tennis kepptu Anna Soffía Gronholm og Hera Björk Brynj­ars­dótt­ir. Þær töpuðu báðar í fyrstu um­ferð í dag og eru því úr leik í einliðaleik. Anna Soffía tapaði fyr­ir Judit Al­ana Cart­ana frá Andorra í tveim­ur sett­um, 6:4 og 7:6. Hera Björk tapaði fyr­ir Frans­esca Cur­mi frá Möltu einnig í tveim­ur sett­um, 6:0 og 6:2.

Fleiri myndir má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Smáþjóðaleikanna 2017 má sjá hér.

Myndir með frétt