Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna í dag

26.05.2017Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fer fram í dag, föstudaginn 26. maí, kl.12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Verðlaunahafar eru sérstaklega hvattir til að mæta en allir þátttakendur og áhugafólk um hjólreiðar eru hjartanlega velkomnir að hjóla við og þiggja ljúfenga súpu og nýbakað brauð með.

Til viðbótar við afhendingu verðlauna í öllum flokkum keppninnar verða veittar viðurkenningar fyrir hjólavæna vottun á vinnustöðum á vegum Hjólafærni og Dr. BÆK.

Allir vinningshafar í skráningar-, liðstjóra- og myndaleik verða svo birtir á vefsíðu Hjólað í vinnuna þegar niðurstöður liggja fyrir.