Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

GSSE 2017: Fagteymið tilbúið

24.05.2017

Smáþjóðaleikarnir fara fram 28. maí til 3. júní í San Marínó. Nýlega fór fram fundur með þeim aðilum sem verða í heilbrigðishlutverki á leikunum. Á fundinum var varið yfir ýmis atriði sem tengjast leikunum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af þeim sem verða okkar íþróttafólki til aðstoðar. Frá vinstri Mundína Ásdís Kristinsdóttir sjúkraþjálfari, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Örnólfur Valdimarsson læknir, Þóra Hugosdóttir sjúkraþjálfari, Silja Rós Theódórsdóttir sjúkraþjálfari, Kristín B. Reynisdóttir sjúkraþjálfari og Árni Árnason sjúkraþjálfari.

Ljóst er að það verður í nógu að snúast fyrir heilbrigðisstarfsfólkið, því íslenskir keppendur á Smáþjóðaleikunum eru 136 talsins . 

Vefsíðu Smáþjóðaleikanna 2017 má sjá hér.

Facebook-síðu leikanna má sjá hér.