Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Kvennahlaupsbolir komnir í hús

23.05.2017

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram 18. júní nk.

Nú eru kvennahlaupsbolirnir komnir til landsins og allt á fullu í undirbúningi fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ.

Eva Ruza SnapChat stjarna (EvaRuza) hefur verið að koma hlaupinu á framfæri síðastliðnar vikur. Hún var í beinni útsendingu í dag frá Varmá í Mosfellsbæ þar sem Halla hlaupasnillingur kenndi henni og Brynju SnapChat stjörnu nokkur grunnatriði fyrir hlaupið. Myndbandið má sjá hér.

Einnig fékk Eva ráð frá stelpunum okkar í A-landsliði Íslands í knattspyrnu, en það voru þær Sandra Sigurðardóttir, Rakel Hönnudóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem hittu Evu. Myndbandið má sjá hér.

Á myndunum má sjá Evu, Höllu og Brynju, ásamt kössunum með kvennahlaupsbolunum.

Allar nánari upplýsingar um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er að finna á facebook síðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ og á vefsíðu Sjóvá.

Myndir með frétt