Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Alþjóðaólympíunefndin í auknu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar

18.05.2017

Nú hafa Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og Sameinuðu þjóðirnar (UN) styrkt enn betur samstarf sitt á sviði íþróttamála. António Guterres, nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Thomas Bach, forseti IOC, lögðu til aukið samstarf á fundi í janúar sl. Á þessum fundi samþykktu báðir leiðtogar að koma á fót „beinu samstarfi“ á milli IOC og Sameinuðu þjóðanna að því leyti að nú hafa Sameinuðu þjóðirnar beinan aðgang að sérfræðiþekkingu Alþjóðaólympíunefndarinnar, þeim 206 nefndum sem eru innan hennar ásamt víðtækri þekkingu alþjóðlegra íþróttasamtaka. Samstarfið er mun einfaldara en hefur tíðkast fram að þessu. Markmiðið með samstarfinu er að styrkja stöðu íþrótta enn betur í samfélögum til þess að uppfylla hlutverk sitt sem mikilvægur þáttur í sjálfbærri þróun, eins og lýst er í markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna sem hefur séð um málefni sem tengjast þróun íþrótta og friðar (UNOSDP) verður í framhaldi þessa aukna samstarfs lokað.