Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september

17.05.2017

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin víðsvegar um álfuna vikuna 23. – 30. september nk. og verður Ísland engin undantekning. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Þetta verður í annað sinn sem íþróttavikan er haldin hér á landi en það var fyrst gert árið 2015. Stór hluti í undirbúningi vikunnar felst í góðu samstarfi og samskiptum milli þeirra þjóða og aðila sem að verkefninu standa. Að því marki héldu Hrönn Guðmundsdóttir og Magnús Þórarinsson, starfsmenn Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, til Dublin á Írlandi í síðustu viku til að taka þátt í námskeiðum og verkefnavinnu á vegum Evrópusambandsins ásamt öðrum þátttökuþjóðum átaksins.

Nánar verður fjallað um Íþróttaviku Evrópu þegar að nær dregur verkefninu, en hér má sjá vefsíðu European Week of Sport.