Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Nýr formaður hjá HHF

10.05.2017

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið þann 18. apríl síðastliðinn í Skrímslasetrinu á Bíldudal.

Á þinginu var farið yfir stöðu sambandins, mótaskrá sumarsins samþykkt og framtíðarsýn íþróttaiðkunar á svæðinu rædd. Páll Vilhjálmsson, íþróttafulltrúi, fór yfir starf íþróttaskóla HHF, sameiginlegar æfingar og önnur verkefni. Erindi barst frá Körfuknattleiksfélaginu Patrek, en félagið hefur verið lagt niður og eru aðildarfélög HHF þá orðin 7; Golfklúbbur Bíldudals, Golfklúbbur Patreksfjarðar, Íþróttafélag Bíldudals, Íþróttafélagið Hörður, Skotíþróttafélag Vestfjarða, Ungmennafélag Barðastrandar og Ungmennafélag Tálknafjarðar.

Lilja Sigurðardóttir gaf ekki áfram kost á sér í formannsembættið og var Iða Marsibil Jónsdóttir frá Bíldudal kosin formaður sambandsins. Einnig hætti Birna Friðbjört Hannesdóttir í stjórn og var Guðrún Eggertsdóttir frá Patreksfirði kosin inn í stjórn í staðinn. Með þeim Iðu Marsibil og Guðrúnu í stjórn er Kristrún Guðjónsdóttir. meðstjórnandi. Í varastjórn voru kjörin þeir Heiðar I Jóhannsson, Ólafur Byron Kristjánsson og Guðlaugur Jónsson

Nánari upplýsingar um starf sambandsins er að finna á www.hhf.is en sambandið er einnig með virka Facebook síðu fyrir þá sem vilja fylgjast með.