Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Lárus L. Blöndal endurkjörinn forseti ÍSÍ

06.05.201773. Íþróttaþingi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands lauk nú fyrir nokkrum mínútum í Gullhömrum í Grafarholti. Þingforsetar voru þau Sigurjón Pétursson og Ólafía Rafnsdóttir og stýrðu þau þinginu af mikilli röggsemi. Þingfulltrúar voru vel á annað hundrað fulltrúa af öllu landinu. Fyrir þinginu lágu fjölmargar tillögur sem fjallað var um í nefndum langt frameftir í gærkvöldi sem voru svo afgreiddar á þinginu í dag. Hægt er að sjá þær á vefsíðu ÍSÍ á næstu dögum. 

Lárus L. Blöndal var einróma endurkjörinn forseti ÍSÍ til næstu tveggja ára með dynjandi lófaklappi en ekkert mótframboð var.

Í framkvæmdastjórn voru eftirtaldir sjálfkjörnir, en ekkert mótframboð barst.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ (7 til fjögurra ára)
Garðar Svansson
Lilja Sigurðardóttir
Sigríður Jónsdóttir
Úlfur H. Hróbjartsson
Viðar Garðarsson
Þórey Edda Elísdóttir
Þráinn Hafsteinsson

Framkvæmdastjórn ÍSÍ (7 til tveggja ára)
Ása Ólafsdóttir
Guðmundur Ágúst Ingvarsson
Gunnar Bragason
Hafsteinn Pálsson
Ingi Þór Ágústsson
Jón Finnbogason
Örn Andrésson


Myndir frá Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 má sjá á myndasíðu ÍSÍ.