Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Heiðranir á ársþingi KKÍ

25.04.2017

Á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands 22. apríl sl. voru þrír einstaklingar sæmdir heiðursviðurkenningu frá ÍSÍ fyrir þeirra góðu störf í þágu körfuknattleiksíþróttarinnar.
Eyjólfur Þór Guðlaugsson stjórnarmaður KKÍ var sæmdur Gullmerki ÍSÍ. Eyjólfur Þór hefur setið um árabil í stjórn sambandsins og sem gjaldkeri þess frá árinu 2004.
Þau Rúnar Birgir Gíslason og Bryndís Gunnlaugsdóttir voru sæmd Silfurmerki ÍSÍ. Rúnar Birgir hefur setið í stjórn frá árinu 2011 og er einnig formaður dómaranefndar KKÍ. Bryndís hefur setið í stjórn KKÍ frá árinu 2009 en hún gekk úr stjórn á nýafstöðnu þingi sambandsins. 

Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ afhenti merkjahöfum heiðursmerkin.