Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Hannes endurkjörinn formaður KKÍ

25.04.2017

52. Körfuknattleiksþing KKÍ fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 22. apríl sl. Hannes S. Jónsson var einn í framboði til formanns og var hann því sjálfkjörinn. Stjórn KKÍ var einnig sjálfkjörin en að þessu sinni gengu úr henni Guðjón Þorsteinsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Í stað þeirra komu inn í stjórn þær Birna Lárusdóttir og Ester Alda Sæmundsdóttir. 
Stjórn KKÍ til næstu tveggja ára skipa Birna Lárusdóttir, Einar Karl Birgisson, Erlingur Hannesson, Ester Alda Sæmundsdóttir, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Hannes S. Jónsson, Lárus Blöndal, Páll Kolbeinsson og Rúnar Birgir Gíslason.
Reikningar KKÍ voru samþykktir en á síðasta starfsári skilaði KKÍ tæplega 15.5 milljóna króna tapi. Hægt er að nálgast ársskýrslu KKÍ fyrir starfsárin 2015-16 og 2016-17 á vef KKÍ, www.kki.is .
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ sæmdi þá Böðvar Guðjónsson og Gunnar Svanlaugsson Silfurmerki KKÍ fyrir sín störf á undanförnum árum. Gullmerki KKÍ hlaut Ingimar Ingason, sem hefur gegnt störfum í Aganefnd KKÍ og síðar í Aga- og úrskurðanefnd um árabil en Ingimar lét af störfum nú á þinginu.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Myndir:  www.kki.is

Myndir með frétt