Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Fararstjórafundur vegna Smáþjóðaleika

10.04.2017

Fararstjórafundur og fundur tækninefndar Smáþjóðaleikanna 2017 var haldinn í San Marínó þann 24. mars sl. San Marínó er landlukt í Ítalíu, íbúar þess eru um 32 þúsund. Fararstjórar allra þátttökuþjóða fengu leiðsögn um mannvirki leikanna auk þess að skoða hótel þar sem þátttakendur munu gista á meðan á leikunum stendur. Jafnframt var farið yfir ýmis hagnýt atriði er að leikunum snúa.

Tækninefnd leikanna fundaði á sama tíma. Á fundi tækninefndar var farið yfir tæknihandbók leikanna. Jafnframt var farið yfir fjöldaskráningu á leikana og hvort fella þyrfti niður greinar vegna dræmrar þátttöku. Í heildina litið er þátttaka góð á leikana, alls verða nærri 1.000 þátttakendur á leikunum í San Marínó.

Fararstjórafundinn sóttu fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þeir Andri Stefánsson og Örvar Ólafsson. Guðmundur Harðarson sótti fund tækninefndarinnar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá San Marínó og mannvirkjum leikanna.

Myndir með frétt