Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

97 milljónum úthlutað úr Ferðasjóði íþróttafélaga

22.03.2017

Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót ársins 2016. Til úthlutunar að þessu sinni voru 97 milljónir króna. Styrkirnir voru greiddir beint til félaga og deilda 3. mars sl. en hér fyrir neðan má sjá samantekt á skiptingunni pr. íþróttahérað. Afar mismunandi er hversu mörg félög eiga aðild að hverju héraði og hversu mörg félög innan hvers héraðs sækja um styrki úr sjóðnum. 

Þau félög sem sóttu um styrk geta nú farið inn í umsókn sína í gegnum vefslóðina sem fylgdi stofnun umsóknarinnar og séð úthlutun styrkja pr. ferð.

Að þessu sinni bárust sjóðnum 246 umsóknir frá 120 félögum úr 22 íþróttahéruðum vegna 3.252 keppnisferða. Heildarupphæð umsókna var kr. 464.725.850,- og er þá eingöngu um beinan ferðakostnað að ræða, ekki gistingu og uppihald. 

Á Fjárlögum Alþingis er gert ráð fyrir 130 milljónum króna í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2017. Framlag ríkisins til sjóðsins skiptir íþróttahreyfinguna gríðarlega miklu máli enda ferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar stór þáttur í rekstri flestra íþróttafélaga, ekki síst á landsbyggðinni. Með styrkjum úr sjóðnum hefur aðgengi íþróttafólks að keppni og íþróttamótum verið jafnað umtalsvert.

Íþróttahérað

Heildarupphæð styrkja

Héraðssambandið Hrafna-Flóki

40.210

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu

2.760.638

Héraðssambandið Skarphéðinn

2.337.097

Héraðssamband Strandamanna

28.174

Héraðssamband Vestfirðinga

5.692.603

Héraðssamband Þingeyinga

2.871.760

Íþróttabandalag Akraness

676.626

Íþróttabandalag Akureyrar

23.973.996

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar

2.841.289

Íþróttabandalag Reykjavíkur

12.532.638

Íþróttabandalag Vestmannaeyja

8.243.526

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar

1.634.006

Íþróttabandalag Suðurnesja

1.397.586

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

14.464.011

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar

670.424

Ungmennasamband Borgarfjarðar

368.782

Ungmennasamband Eyjafjarðar

906.639

Ungmennasamband Kjalarnesþings

6.691.404

Ungmennasamband Skagafjarðar

4.521.835

Ungmennasamband A-Húnvetninga

44.841

Ungmennasambandið Úlfljótur

3.733.582

Ungmennasamband V-Húnvetninga

567.210

 

96.998.877