Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Myndbönd Sýnum karakter

21.03.2017

Sýnum karakter, verkefni á vegum ÍSÍ og UMFÍ, hefur ráðist í myndbandagerð til þess að auglýsa vefsíðuna www.synumkarakter.is og koma því á framfæri við íþróttahreyfinguna að þar megi finna tæki og tól fyrir þjálfara, foreldra, iðkendur og fleiri til að nýta í íþróttaiðkun.

Sýnum karakter fékk til liðs við sig tvo flotta einstaklinga, Pálmar Ragnarsson, þjálfara yngri flokka hjá KR í körfubolta, og fimleikaþjálfarann Írisi Mist Magnúsdóttur. Þau eru í aðalhlutverkum í nokkrum auglýsingum sem Sýnum karakter gerði fyrir þá sem vilja læra að setja sér markmið, viðhalda áhuga á hreyfingu, bæta félagsfærni iðkenda og margt fleira.  

Mikilvægt er að þjálfa iðkendur í því að tileinka sér góð viðhorf og góða hegðun í samskiptum. Leiðtogahæfni er einnig mikilvægur þáttur í íþróttum, en ýmislegt má lesa sér til um þann þátt íþróttaiðkunar og fleiri á vefsíðunni. 

Hér fyrir neðan má sjá þau myndbönd sem Sýnum karakter hefur birt en einnig á Youtube-síðu Sýnum karakter