Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Vel heppnuð ráðstefna

17.03.2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti ráðstefnuna Aldrei of seint – Heilsuefling eldri aldurshópa í gærdag og fór hún fram við fjölmenni í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Um 250 ráðstefnugestir fylltu öll sæti í salnum og hlýddu á fjölda fræðandi fyrirlestra um heilsueflingu aldraðra ásamt hressandi hléæfingum milli efnishluta og góðri næringu í boði Björnsbakarí og Mjólkursamsölunnar.

Ráðstefnan er samstarf ÍSÍ, Öldrunarráðs Íslands, Landsambands eldri borgara, Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Heppnaðist hún einstaklega vel og ljóst að mikill áhugi er á þessum umræðuefni meðal áhugafólks um málefnið og almennings.

Myndir frá ráðstefnunni eru komnar inn á myndasafni ÍSÍ. Ráðstefnan var tekin upp og verður gerð aðgengileg von bráðar.

Myndir með frétt