Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

FSu fyrirmyndarfélag ÍSÍ

07.03.2017

Körfuknattleiksfélag FSu fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ fimmtudaginn 2. mars síðastliðinn en félagið fékk fyrst viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ í desember árið 2011. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti félaginu viðurkenninguna. Viðburðurinn var einkar skemmtilegur þar sem afhendingin fór fram í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans Iðu á Selfossi í hálfleik á leik FSu gegn Fjölni í 1. deild karla. Sveitarfélagið Árborg styrkir íþróttafélög innan sveitarfélagsins sérstaklega ef þau hafa viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélög.

Á myndinni er Sigríður Jónsdóttir ásamt forystumönnum félagsins og ungum iðkendum þess.