Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

FSu fyrirmyndarfélag ÍSÍ

07.03.2017

Körfuknattleiksfélag FSu fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ fimmtudaginn 2. mars síðastliðinn en félagið fékk fyrst viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ í desember árið 2011. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti félaginu viðurkenninguna. Viðburðurinn var einkar skemmtilegur þar sem afhendingin fór fram í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans Iðu á Selfossi í hálfleik á leik FSu gegn Fjölni í 1. deild karla. Sveitarfélagið Árborg styrkir íþróttafélög innan sveitarfélagsins sérstaklega ef þau hafa viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélög.

Á myndinni er Sigríður Jónsdóttir ásamt forystumönnum félagsins og ungum iðkendum þess.