Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Kristján Jónatansson sæmdur Gullmerki ÍSÍ

23.02.2017

Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings fór fram í Kórnum í Kópavogi í gær, 22. febrúar. Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður sambandsins en eftirtaldir voru kjörnir í stjórn sambandsins:  Guðmundur Sigurbergsson, Breiðabliki, Magnús Gíslason, HK, Lárus B. Lárusson, Gróttu og Margrét Björnsdóttir, Ými.  Í varastjórn voru kjörin Helga Jóhannesdóttir, Aftureldingu, Þorsteinn Þorbergsson, Stjörnunni og Sólveig Jónsdóttir, Gerplu.

Á þinginu voru veittar ýmsar viðurkenningar bæði til íþróttamanna fyrir afrek á árinu og til sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. Kraftlyftingafólkið Fanney Hauksdóttir úr Gróttu og Dagfinnur Ari Normann úr Stjörnunni voru valin Íþróttakona og Íþróttakarl UMSK 2016. Algirdas Slapikas í félaginu Stál-Úlfi hlaut Félagsmálaskjöld UMSK 2017 en skjöldurinn er veittur einstaklingi sem skarað hefur framúr í félagsstörfum á liðnum árum.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ sæmdi Kristján Jónatansson fráfarandi framkvæmdastjóra Breiðabliks Gullmerki ÍSÍ á þinginu. Kristján hefur verið framkvæmdastjóri Breiðabliks í rúmt 21 ár. Á þeim tíma hefur félagið vaxið og dafnað og er nú eitt af stærstu íþróttafélögum landsins

Ásamt Lárusi sóttu Hafsteinn Pálsson og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ þingið fyrir hönd ÍSÍ.