Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Keppni lokið hjá íslenska hópnum á EYOWF

16.02.2017

Í svigi drengja kepptu þeir Jökull Þorri Helgason og Georg Fannar Þórðarson. Jökull Þorri féll úr leik í fyrri umferð en Georg Fannar varð 30. á tímanum 1:00.52. Í seinni umferðinni skíðaði Georg á 54.84 og endaði í 22. sæti þegar upp var staðið.

Í sprettgöngu stúlkna varð Anna María Daníelsdóttir í 40. sæti í tímatökunni. Í sprettgöngu pilta urðu þeir Sigurður Arnar, Pétur Tryggvi og Arnar í sætum 28, 56 og 58. Með árangri sínum tryggði Sigurður Arnar sér sæti í riðlakeppni þeirra 30 bestu í tímatökunni. Þar bætti Sigurður Arnar tíma sinn um tvær sekúndur og endaði í 25. sæti í heildina af 58. keppendum.

Á myndunum sem fylgja má gönguskíðahópinn, Sigurð Arnar ásamt Gunnari Bjarna þjálfara og þá Georg og Jökul í brautarskoðun fyrir keppni dagsins.

Þar með hafa íslensku þátttakendurnir lokið keppni. Keppendurnir lögðu sig alla fram og náðu eftirtektarverðum árangri. Ljóst er að reynslan sem þeir hafa öðlast mun nýtast þeim áfram í sinni íþróttaiðkun. Á morgun föstudag verður leikunum slitið formlega, hópurinn heldur heim á leið á laugardag.

Myndir með frétt