Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Fararstjórnin í Erzurum

14.02.2017

Nú stendur yfir Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Erzurum í Tyrklandi. Það eru ekki einungis keppendur sem hafa staðið í ströngu þessa dagana heldur er einnig öflugt teymi þeim til aðstoðar. Þau eru öll sem eitt boðin og búin til að aðstoða keppendur með hvaðeina. Dagarnir geta verið langir með undirbúningi búnaðar, ferðum fram og til baka á milli þorpsins sem búið er í og keppnisstaða. Keppnishópurinn á leikunum er óvenju stór, það sama má segja um fjölda aðstoðarmanna. Vetrarólympíuhátíðin er stærsti viðburður margra úr hópnum til þessa og ýmislegt sem þarf að leiðbeina með. Ljóst er miðað við reynslu af fyrri leikum að þau reynsla sem þau fá hér mun nýtast til frekari afreka síðar meir. Á myndinni sem fylgir má sjá þennan vaska hóp, frá vinstri Rebecca þjálfari í listskautum, Sigurgeir og Aron Andrew þjálfarar í alpagreinum, Steven þjálfari í skíðagöngu, Halla Sif sjúkraþjálfari, Einar Rafn þjálfari snjóbrettakeppenda og Gunnar Bjarni þjálfari í skíðagöngu.