Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Geir sæmdur Gullmerki ÍSÍ

13.02.2017

Á 71. ársþingi KSÍ, sem haldið var um helgina í Vestmannaeyjum, var Geir Þorsteinsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir hans góðu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og þá ekki síst knattspyrnuhreyfingarinnar. Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, sem sæmdi Geir merkinu. Helga Steinunn naut aðstoðar Ingibjargar Bergrósar Jóhannesdóttur úr framkvæmdastjórn ÍSÍ við heiðursveitinguna.
Geir stígur nú til hliðar sem formaður KSÍ eftir 10 ára setu í formannsembættinu. Áður hafði hann gegnt starfi framkvæmdastjóra KSÍ í 10 ár en hann hóf störf hjá KSÍ árið 1992. Undir stjórn Geirs hefur sambandið vaxið hratt og dafnað vel.

Á myndinni má sjá Geir ásamt Helgu Steinunni og Ingibjörgu Bergrós.