Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

1 ár til PyeongChang 2018

09.02.2017

Í dag er eitt ár þar til XXIII Vetrarólympíuleikarnir fara fram í borginni PyeongChang í Suður Kóreu dagana 9. til 25. febrúar 2018. Verður það í annað sinn sem Suður Kórea heldur Ólympíuleika, en sumarleikarnir 1988 fóru fram í Seoul. Þetta verða þriðju Vetrarólympíuleikarnir í Asíu, en Japan hefur tvívegis haldið vetrarleika, Sapporo 1972 og Nagano 1998. 

Alþjóðaólympíunefndin bauð að því tilefni sambandsaðilum sínum og íþróttafólki þeirra formlega að taka þátt í leikunum með því að senda boðskort frá höfuðstöðvum Alþjóðaólympíunefndarinnar í Lausanne. Á sama tíma fóru hátíðarhöld fram í Gangneung íshokkíleikvanginum í Suður Kóreu.

Hér má sjá vefsíðu leikanna.