Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

3 ár í Ólympíuleika ungmenna

10.01.2017

Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001.

Þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna fara fram í Lausanne í Sviss frá 10. janúar til 19. janúar 2020. Í dag eru þrjú ár þar til leikarnir verða settir, eða 1097 dagar.

Hámarksfjöldi þátttakenda á leikunum eru 970 íþróttamenn og 580 dómarar. Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram 2012 í Innsbruck í Austurríki og aðrir leikarnir í Lillehammer í Noregi 2016. Ísland hefur í bæði skiptin sent þátttakendur á leikana. 

Skipuleggjendur leikanna í Lausanne hafa í nógu að snúast fram að leikum og er þessi dagsetning ákveðin tímamót fyrir þá.

Vefsíðu leikanna má sjá hér.

Hér má sjá myndband sem búið var til í tilefni þess að þrjú ár eru til leika.