Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum

04.01.2017

Í ljósi frétta frá Bretlandi um kynferðislegt ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar þar í landi vill ÍSÍ benda á bækling sem gefinn var út í árslok 2013. Bæklingurinn er um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum og er byggður á bæklingi sem gefinn var út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Danmerkur en staðfærður þannig að hann passaði inn í aðstæður íþróttahreyfingarinnar hér á landi og samræmast íslenskri löggjöf. Fjöldi sérfræðinga veitti aðstoð við útgáfu bæklingsins.

Markmið með útgáfu bæklingsins er að:

• Auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum.
• Hvetja íþróttafélög til umræðna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja kynferðisofbeldi.
• Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um hvað átt sé við þegar talað er um kynferðislega misnotkun.
• Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um þau lagaskilyrði sem gilda um kynferðisleg samskipti við börn.

Vert er að benda á að í lögum ÍSÍ frá 2013 kemur fram að óheimilt er að velja einstaklinga sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 til starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta gildir bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og sem launþegar. Á vefsíðu ÍSÍ er skjal sem íþróttafélög geta nýtt við mannaráðningar, en þar veitir sá sem ráða á til starfa samþykki um uppflettingu í sakaskrá. Skjalið er hugsað sem sýnishorn og er félögum og öðrum sem þess óska leyfilegt að gera það að sínu. Skjalið er að finna hér.

Bæklingurinn er aðgengilegur á vefsíðu ÍSÍ og til lestrar á Issuu-síðu ÍSÍ, en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu og fá hann sendan í prentaðri útgáfu.

Rétt er að benda á að ef málefni af þessum toga kemur upp, ber að tilkynna annað hvort til lögreglu í síma 112 eða til barnaverndaryfirvalda.