Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Bein útsending á RÚV og RÚV2

29.12.2016

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2016.

Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sérgreina íþrótta og kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2016.

ÍSÍ vekur athygli á því að afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Þetta er í fyrsta sinn sem sjónvarpað er beint frá afhendingum viðurkenninga ÍSÍ. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV.

Myndir af íþróttafólki sérsambanda, ásamt öðrum myndum frá hófinu, má sjá á myndasíðu ÍSÍ í kvöld.

Myndir með frétt