Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Gylfi Íþróttamaður ársins 2016

29.12.2016

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona var í öðru sæti og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur var í þriðja sæti.  Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins eru aðgengilegar á heimasíðu Samtaka íþróttafréttamanna.

ÍSÍ veitti íþróttafólki einstakra íþróttagreina viðurkenningar í kvöld en allar upplýsingar um þá verðlaunahafa eru aðgengilegar hér á heimasíðu ÍSÍ.

Tveir einstaklingar voru teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ, þeir Guðmundur Gíslason sundkappi og Geir Hallsteinsson handknattleiksmaður. Hér má sjá Heiðurshöll ÍSÍ.

Samtök íþróttafréttamanna veittu nú í fimmta sinn viðurkenningu til þjálfara ársins og var það Dagur Sigurðsson handknattleiksþjálfari sem hlaut þann heiður.  Viðurkenning til liðs ársins fór að þessu sinni til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

ÍSÍ óskar öllum verðlaunahöfum kvöldsins til hamingju með viðurkenningar sínar.

Fleiri myndir frá hófinu má sjá á myndasíðu ÍSÍ 

Myndir með frétt