Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Formannafundur 2016

14.11.2016
Árlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn föstudaginn 11. nóvember í Laugardalshöllinni. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga.
 
Eftir ávarp Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ flutti Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ skýrslu stjórnar og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ fór yfir reikning ÍSÍ og uppgjör Smáþjóðaleikanna 2015.
Stefán Konráðsson formaður vinnuhóps ÍSÍ um afreksmál flutti áfangaskýrslu vinnuhópsins. Fundinum var síðan skipt upp í þrjá vinnuhópa til að vinna verkefni sem vinnuhópur Stefáns setti fram og mun nýtast hópnum í þeirri vinnu sem framundan er.
 
Fundarmenn fengu kynningu á uppfærslum á Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, og eins kynningu á verkefni ÍSÍ og UMFÍ, „Sýnum karakter“, sem finna má frekari upplýsingar um á vefsíðu verkefnisins, www.synumkarakter.is. Eins var gefin stutt stöðuskýrsla frá milliþinganefnd ÍSÍ um samskiptamál.
 
Að loknum fundi bauð ÍSÍ fundargestum til kvöldverðar í Café Easy.

Myndir með frétt