Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

03.11.2016Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Flugfélag Íslands (FÍ) hafa átt í farsælu samstarfi um langt skeið, sem nýst hefur íþróttahreyfingunni á landsvísu. Á því verður engin breyting á næstunni því að ÍSÍ og FÍ hafa undirritað nýjan samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna, sem gilda mun í eitt ár.

Samningurinn er aðgengilegur hér á vefsíðu ÍSÍ, undir efnisveitu. Fargjöld hækka ekki á milli samninga og skattar á sumum flugleiðum Flugfélagsins hækka aðeins lítillega. Helsta breytingin á milli ára felst í hækkun staðfestingargjalds og breytingagjalds. Athygli er vakin á viðbótarákvæðum í samningnum varðandi þær leiðir sem í boði eru ef ÍSÍ fargjald er ekki fáanlegt.

Við hvetjum íþróttahreyfinguna til að kynna sér innihald samningsins og nýta þær leiðir sem boðið er upp á. Það er von ÍSÍ að afsláttarfargjöldin nýtist hreyfingunni vel á komandi samningstímabili.

Á myndinni eru Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Guðmundur Óskarsson forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands við undirritun samningsins.