Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Frábær byrjun á ráðstefnunni

13.10.2016

Í dag kl. 17 hófst Íþróttavísindaráðstefnan Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama. Ráðstefnan stendur yfir dagana 13. - 15. október og fer fram í Laugardalshöll.

Jón Arnar Magnússon hélt opnunarerindi ráðstefnunnar og talaði um íþróttareynslu sína og upplifun sína sem foreldri afreksbarna. Gauti Grétarsson tók við af Jóni Arnari með erindið „Leitin að rassvöðvunum“, en Gauti hefur mikla reynslu á þessu sviði. Þessi tvö erindi voru afar áhugaverð og margt hægt að læra af þeim. Báðir voru þeir sammála um að passa þyrfti upp á það hvernig ungmenni í íþróttum æfa, bæði hvað varðar að æfa mögulega of mikið sem og hvernig æfingum er háttað.

Ráðstefnan heldur áfram á morgun kl.13. Nánari dagskrá má sjá hér að neðan.

Myndir frá ráðstefnunni má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Dagskrá

Föstudagur 14. október
Kl: 13:00-14:30 Málstofur

Málstofa 1: Líkamsímynd ungmenna
Tilgangur málstofunnar er að fræða um átraskanir í íþróttum. Hvert er algengi átraskana hjá afreksíþróttafólki? Hvernig þekkjum við einkennin, hverjir eru í helstri áhættu og hvernig getum við brugðist við. Getum við beitt einhverjum forvörnum?

„Að æfa eða ekki æfa“ – átraskanir í íþróttum: Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir og ein af stofnendum átröskunarteymis LSH.
Staðreyndir um átraskanir: Sigurlaug M. Jónsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri átröskunarteymis LSH. 
Átraskanir og líkamsímynd hjá íslensku íþróttafólki: Petra Lind Sigurðardóttir, sálfræðingur
Í skjóli háleitra markmiða. Reynslusaga íþróttakonu: Birna Varðardóttir, nemi í næringar-fræði við HÍ.

Fyrirspurnir og umræður.

Kl:14:30 Kaffihlé.

Kl: 15:00-16:30

Málstofa 2: Fremra krossband – áverkar og áhrifaþættir – endurhæfing og endurkoma íþróttamanna.
Tilgangur málstofunnar er að varpa ljósi á algengi og eðli þessara alvarlegu hnémeiðsla, og auka skilning á markmiðum læknisfræðilegrar meðferðar og sjúkraþjálfun. 
Faraldsfræði og áhættuþættir áverka á fremra krossbandi í hné: Dr. Kristín Briem sjúkraþjálfari og prófessor við Námsbraut í sjúkraþjálfun.
Læknisfræðileg meðferð eftir slit á fremra krossbandi: Dr. Örnólfur Valdimarsson bæklunarskurðlæknir í Orkuhúsinu. 
Endurhæfing eftir krossbandaslit – Stignun endurhæfingar og forsendur öruggrar endurkomu til íþróttaiðkunar: Haraldur Björn Sigurðsson doktorsnemi, MSc í íþróttasjúkraþjálfun.

Fyrirspurnir og umræður.

Kl:16:30 Kaffihlé.

Kl: 17:00-18:30

Málstofa 3: Forvarnir og góð þjálfun
Tilgangur málstofunnar er að beina athyglinni að forvörnum krossbandameiðsla og mikilvægi góðrar þjálfunar sem er forsenda heilbrigðs íþróttamanns.

Impossible is nothing – að keppa með slitið krossband á Ólympíuleikum: Ragna Ingólfsdóttir Ólympíufari og badmintonkona.

Forvarnir krossbandameiðsla, skimanir: Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Atlas Endurhæfing ehf.

Íþróttameiðsli eru sjaldnast óheppni – að tengja vísindin við færni og forvarnaþjálfun unglinga: Stefán Ólafsson, sjúkraþjálfara, Efling ehf.

Fyrirspurnir og umræður

Kl: 18:30 Lok dagskrár.

Off Venue viðburður, fyrir þá sem vilja hittast og spjalla þá verður hægt að fara á Bryggjan Brugghús og ræða um daginn og veginn. Boðið verður upp á tilboð á mat og drykk.


Laugardagur 15. október
Kl: 09:00-10:30 Málstofur

Málstofa 4: Endurheimt, svefn og næring
Tilgangur málstofunnar er að beina athyglinni að mikilvægi þess að ungt íþróttafólk fái nægilega endurheimt, hvíld og svefn í sínu daglega lífi. Fræðimenn munu setja fram nýjustu þekkingu á þessu svið, auk þess sem raddir og skoðanir þjálfara og íþróttafólks verða kynntar. 

Þjálffræði, endurheimt og svefn: Dr. Erlingur Jóhannsson prófessor HÍ.

Næring íþróttafólks: lykill að árangri og endurheimt: Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor HÍ.

Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari - segir frá sínum áherslum í tengslum við endurheimt, hvíld og svefn í sinni vinnu með Anítu Hinriksdóttur Íslandsmethafa í 800 metra hlaupi.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir landsliðskona í handknattleik frá Selfossi segir frá reynslu sinni og þeirri miklu áskorun að hvíla sig nægilega mikið. 
Fyrirspurnir og umræður.

Kl: 10:30 Kaffihlé.

Kl: 11:00- 12:30

Málstofa 5: Að koma inn í unglingalandslið „best practice“ frá nokkrum sérsamböndum og umgjörð yngri landsliða.

Tilgangur málstofunnar er að draga fram það faglega starf sem unnið er innan sérsambanda ÍSÍ í tengslum við uppvöxt einstaklinga í gegnum landsliðin.

KSÍ – Halldór Björnsson – Hæfileikamótun KSÍ
HSÍ – Sveinn Þorgeirsson - mælingar landsliða HSÍ/HR 
FSÍ –– Guðjón Einar Guðmundsson - Heilbrigðisnefnd FSÍ
KKÍ –Stofnun fagráðs KKÍ
SSÍ – Jackie J. Pellerin landsliðsþj. – Langtíma skipulag og þróun íþróttamannsins

Faglegt afreksstarf: Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Kl: 12:30-13:00 Hádegismatur.

Kl: 13:00-14:00 

Vinnustofa: Hvernig getum við eflt faglega umgjörð í íþróttastarfi á Íslandi? Aukin samvinna til sigurs?


Ráðstefnustjóri: Ingi Þór Ágústsson, framkvæmdastjórn ÍSÍ, formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ.

Kl:14:15 Samantekt og ráðstefnuslit.


Myndir með frétt