Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Hrafnhildur Lúthersdóttir sýnir karakter

28.09.2016

Þann 1. október fer fram ráðstefna sem heitir Sýnum karakter og er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ. Á ráðstefnunni mun íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um ýmsar hliðar þjálfunar með áherslu á að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum.

Ráðstefnan Sýnum karakter markar upphaf að sameiginlegu verkefni ÍSÍ og UMFÍ og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum. Að því tilefni var sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir fengin til þess að segja nokkur orð um reynslu sína sem afrekskona í íþróttum. Hér má sjá þetta skemmtilega myndband af Hrafnhildi, á Vimeo-síðu ÍSÍ.

Smelltu hér og skráðu þig á ráðstefnuna Sýnum karakter!

Dagskrá ráðstefnunna má sjá hér.