Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Fundur norrænna lyfjaeftirlitsstofnanna

20.09.2016Nú á dögunum var árlegur fundur norrænna lyfjeftirlitsstofnanna haldinn í húsakynnum ÍSÍ. Fundur þessi er haldinn á hverju ári og það var í höndum Lyfjaeftirlits ÍSÍ að skipuleggja fundinn að þessu sinni. Norræna samstarfið á rætur sínar að rekja allt til 9. áratugarins og árið 1994 var undirritað samkomulag um samræmingu lyfjaeftirlits á Norðurlöndunum sem stendur enn í dag. Samkomulagið snýst meðal annars um að samræma aðferðir við lyfjaprófanir sem og fræðslu, rannsóknir og að hafa sameiginlega rödd í alþjóðasamstarfi því er snertir lyfjamál í og utan íþrótta.

Norðurlöndin hafa auk þess á milli sín gildandi samkomulag um lyfjaprófanir á milli landanna, þ.e. hvert land getur beðið um að láta framkvæma lyfjapróf fyrir sína hönd í hverju landi fyrir sig. Fundurinn tókst vel og ákveðið var að skerpa á ýmsum atriðum enda eru lyfjamál í stöðugri skoðun á alþjóða grundvelli. Einnig var haldinn fundur NAPMU (Nordid Athlete Passport Management Unit) sem er sú eining innan norræna samstarfsins sem greinir svokölluð vegabréf íþróttamanna en þau innihalda blóð- og steragildi í lífsýnum.

Á meðfylgjandi mynd er hópurinn samankominn í Hörpu.