Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Göngum í skólann sett í dag

07.09.2016Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur verkefnið Göngum í skólann í tíunda sinn í dag, miðvikudaginn 7. september, í Akurskóla í Reykjanesbæ. Göngum í skólann er verkefni ætlað grunnskólabörnum. Markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að ganga eða nýta virkan ferðamáta til og frá skóla. Verkefnið stendur til 5. október.

Á setningarhátíðinni mæta nemendur, kennarar og aðrir gestir á sal og nemendur syngja skólasönginn. Jóhanna Ruth úr Ísland got talent syngur tvö lög og síðan setja nemendur og starfsfólk skólans Göngum í skólann með þeim viðeigandi hætti að ganga af stað. 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðu Göngum í skólann.

Fyrir nánari upplýsingar um Göngum í skólann má hafa samband við verkefnastjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ:

Hrönn Guðmundsdóttir hronn@isi.is 514 4000 / 692 902