Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Ríó 2016 - Íslandsmet hjá Anítu

17.08.2016

Aníta Hinriks­dótt­ir kepp­ti í dag í und­an­rás­um 800 metra hlaups á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó. Aníta setti Íslands­met með því að hlaupa á 2:00,14 mín­út­um, en hún varð í sjötta sæti í sínum riðli. Íslands­met Anítu frá ár­inu 2013 var 2:00,49 mín­út­ur. Aníta var fyrirfram í 46. sæti af 65 kepp­end­um.

Keppt er í átta riðlum í undanrásum. Tveir fyrstu kepp­end­ur í hverj­um riðli komast áfram í undanúr­slit­. Að auki komast þeir átta kepp­end­ur sem ná best­um tíma, án þess að enda í 1. eða 2. sæti síns riðils, áfram í undanúr­slit­in. Samtals hlaupa 24 kepp­end­ur í þrem­ur riðlum í undanúr­slit­un­um, sem fara fram annað kvöld.

Íslands­metið dugði ekki til að kom­ast áfram í undanúr­slit. Aníta Hinriksdóttir hefur því lokið keppni í Ríó. Við óskum Anítu innilega til hamingju með frábært hlaup og Íslandsmetið.

 


 

Myndir með frétt