Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Ríó 2016 - Íslenskur fiskur í matinn

10.08.2016

Íslenskt íþróttafólk þarf ekki að sakna íslenska fisksins á meðan á Ólympíuleikunum stendur því það getur fengið sér saltaðan þorsk, frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísí hf. í Grindavík, í mötuneyti Ólympíuþorpsins. Íþróttafólk og aðrir þorpsbúar geta gætt sér á mat frá hinum ýmsu heimshornum, allan sólarhringinn, í mötuneytinu.

Það var árið 2012 sem Alþjóðaólympíunefndin ákvað að allur fiskur úr veiðum á villtum fiski, sem neytt yrði á Ólympíuleikum í mötuneyti Ólympíuþorpsins, skildi vera vottaður samkvæmd Marine Stewardship Council staðli um sjálfbærar og umhverfisvænar fiskveiðar.

Samkvæmt starfsfólki Íþrótta- og Ólympíusambandsins, sem statt er í Ólympíuþorpinu, smakkast fiskurinn vel.