Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Ríó 2016 - Þormóður verður fánaberi

04.08.2016
 
Þormóður Árni Jónsson, keppandi í júdó, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXXI Sumarólympíuleikana sem fram fer að kvöldi 5. ágúst nk.

Þormóður Árni júdómaður úr Júdófélagi Reykjavíkur er fæddur í Reykjavík 2. mars 1983. Þormóður byrjaði 6 ára gamall að æfa júdó og stefndi að því að verða afreksmaður alveg frá því að hann man eftir sér.

Þormóður er nú að keppa á sínum þriðju leikum í röð en hann tók einnig þátt í Peking 2008 og London 2012.