Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Ríó 2016 - Undirbúningur í ólympíuþorpi

01.08.2016Jafnt og þétt fjölgar í ólympíuþorpinu í Ríó og er í mörg horn að líta hjá skipuleggjendum sem og fararstjórum íslenska hópsins. Ýmiss konar vandamál hafa komið upp í þorpinu, fer þeim þó fækkandi og mun vel fara um íslensku þátttakendurna þegar þeir fara að tínast inn í þorpið. Fararstjórar hafa undirbúið vistarverur íslenska hópsins eins og kostur er. Veður hefur verið milt en frekar svalt nema yfir miðjan daginn. Útlit er fyrir að meiri sól verði næstu dagana og hitastig fari hækkandi. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ólympíuþorpinu.
 

Myndir með frétt