Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Formannsskipti hjá KLÍ - Þórarinn Már heiðraður

01.06.2016

Ársþing Keilusambands Íslands var haldið á Akureyri 21. maí síðastliðinn. Keiludeild Þórs var gestgjafi þingsins og var það haldið í félagsheimili þeirra á Akureyri. Þingið var ágætlega sótt og gekk framkvæmd þess vel fyrir sig. Ásgrímur Helgi Einarsson úr KFR var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn. Hann tekur við keflinu af Þórarni Má Þorbjörnssyni úr ÍR sem verið hefur formaður sambandsins um árabil. Aðrir í stjórn sambandsins voru kjörnir þeir Bjarni Páll Jakobsson ÍR og Hafþór Harðarson ÍR. Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir úr KFR eiga eitt á eftir af sínu kjörtímabili.  Í varastjórn sambandsinsvoru kjörnir Björgvin Helgi Valdimarsson ÞÓR, Stefán Claessen ÍR og Valgeir Guðbjartsson KFR.

Hafsteinn Pálsson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og gegndi einnig starfi þingforseta. Hann sæmdi Þórarinn Má, fráfarandi formann KLÍ, Gullmerki ÍSÍ fyrir störf hans í þágu íþróttarinnar.


Myndir með frétt