Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ár frá setningu Smáþjóðaleikanna á Íslandi 2015

01.06.2016

Í dag er eitt ár frá því að Smáþjóðaleikarnir voru settir í Laugardalshöllinni, 1. júní 2015.
Um 2.500 manns komu að leikunum með einum eða öðrum hætti, þar af tæplega 800 keppendur. Um 35.000 áhorfendur mættu á keppnisviðburði þá fimm daga sem leikarnir stóðu yfir og iðaði Laugardalurinn af lífi. Leikarnir tókust afar vel og sýndu að íþróttahreyfingin á Íslandi er fær um að skipuleggja og framkvæma alþjóðlegan viðburð af þessari stærð með dyggri aðstoð frábærra sjálfboðaliða og samstarfsaðila. Allir sem störfuðu að undirbúningi og framkvæmd leikanna eru reynslunni ríkari og í hreyfingunni varð til þekking og kunnátta sem nýtast mun í framtíðinni. Svo ekki sé minnst á allar góðu minningarnar sem eftir sitja.

Smáþjóðaleikarnir verða næst haldnir í San Marínó dagana 29. maí til 3. júní 2017.