Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Undirbúningur vegna Smáþjóðaleika 2017

12.05.2016

Eftir rúmlega eitt ár fara 17. Smáþjóðaleikar Evrópu fram í San Marínó.  Hefst þá þriðja umferð leikanna, en þeir fyrstu fóru fram í San Marínó árið 1985 og hafa þeir verið haldnir á tveggja ára fresti síðan.  Ísland var gestgjafi leikanna 1997 og 2015 en þau átta lönd sem stofnuðu til leikanna hafa skipt því hlutverki á milli sín frá upphafi.  Níunda þjóðin, Svartfjallaland, bættist í hópinn fyrir nokkrum árum og verða þeir gestgjafar í fyrsta skipti árið 2019.

Undirbúningur íslenska hópsins hefst u.þ.b. ári fyrir leika, eða á þeim tíma þegar tæknihandbók með upplýsingum um keppnisgreinar og fyrirkomulag er gefin út.  Í dag, fimmtudaginn 12. maí, fór fram fyrsti undirbúningsfundurinn þar sem fulltrúar ÍSÍ kynntu leikana og fyrirkomulag þeirra fyrir fulltrúum sérsambanda ÍSÍ.

Á leikunum í San Marínó 2017 verður keppt í:  frjálsíþróttum, sundi, júdó, skotíþróttum (skeet, trap, double trap, loftbyssa og loftriffill), borðtennis, tennis, körfuknattleik, blaki, strandblaki, hjólreiðum (road race, time trial og MTB), bogfimi (sveigbogi og trissubogi) og bowls.

Leikarnir fara fram dagana 29. maí til 3. júní 2017.

Heimasíða leikanna er www.sanmarino2017.sm