Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Starfsskýrslum þarf að skila fyrir 15. apríl

11.04.2016

Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá rennur frestur til að skila starfsskýrslum til ÍSÍ út 15. apríl næstkomandi.

Vegna umfangsmikilla endurbóta sem nú standa yfir á félagakerfinu er mikilvægt að starfsskýrsluskil verði kláruð tímanlega að þessu sinni svo hægt sé að hefja undirbúning að innleiðingu á uppfærslunum í sumar.  Af þessum sökum hefur verið ákveðið að strax í maí nk. verður keppnisbanni beitt á þau félög sem ekki hafa skilað skýrslu eða samið um frest, eins og heimilt er skv. 8. grein í lögum ÍSÍ.

Starfsskýrsla til ÍSÍ inniheldur iðkenda- og félagatal, upplýsingar um núverandi stjórn og lykiltölur úr ársreikningi síðasta rekstrarárs. Skýrslunni er í öllum tilfellum skilað í gegnum Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ.

Skrifstofa ÍSÍ getur veitt stuttan frest á skilum á ársreikningi, ef hann liggur ekki fyrir þegar skilafrestur rennur út en félögin þurfa að sækja um slíkan frest til ÍSÍ í samráði við viðkomandi héraðssamband/íþróttabandalag.  Hægt er að sækja um stuttan frest, á skilum á ársreikningi, til skrifstofu ÍSÍ, með því að senda tölvupóst á netfangið oskar@felix.is eða halla@isi.is.

ATHUGIÐ! Ekki verður veittur frestur á skilum á félaga- og iðkendahluta starfsskýrslunnar. Þau félög sem ekki eru tilbúin með ársreikning sinn verða að ganga frá iðkenda- og félagatali og stjórnarupplýsingum í starfsskýrslunni, loka þeim hlutum skýrslunnar og sækja um frest á skilum á ársreikningshlutanum.

Nánari upplýsingar gefur Óskar Örn Guðbrandsson í síma 514-4000 eða í gegnum netfangið oskar@felix.is.