Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Rúnar Pétursson kjörinn formaður USAH

14.03.2016

99. ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga fór fram sunnudaginn 13. mars á Húnavöllum. Á þingið mættu 32 fulltrúar frá aðildarfélögunum. Þingið var nokkuð starfssamt og umræður all nokkrar. Fjórar tillögur lágu fyrir á þinginu sem allar voru samþykktar eftir breytingar í nefndum. Á 98. ársþingi USAH var ákveðið að hefja vinnu við stefnumótun USAH og voru Auðunn Sigurðsson, Sigríður Gestsdóttir og Steinunn Hulda Magnúsdóttir skipuð í stefnumótunarnefnd. Á þinginu á sunnudag kynntu þau stefnumótun USAH og verður stjórn USAH og aðildarfélögum gefinn tími fram í október næstkomandi til að fara yfir hana og skila inn athugasemdum. Stefnt er að því að leggja tillögu að fullmótaðri stefnumótun sambandsins á næsta ársþingi.  

Íþróttamaður ársins 2015 hjá USAH er Snjólaug María Jónsdóttir, úr Skotfélaginu Markviss. Hvatningarverðlaun USAH, sem fyrrum formenn USAH gáfu á 100 ára afmæli sambandsins og á að veita árlega, voru veitt í fjórða sinn og var það ungmennafélagið Fram sem hlaut bikarinn. 
Breyting varð á stjórn USAH, Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður, og Hafdís Vilhjálmsdóttir, varaformaður, gáfu ekki kost á sér áfram og Valgerður Hilmarsdóttir, gjaldkeri, hætti í stjórn. Guðrún Sigurjónsdóttir gaf kost á sér áfram sem meðstjórnandi og Sigrún Líndal situr sitt annað ár sem ritari. Stjórn USAH skipa nú Rúnar Pétursson, formaður, Steinunn Hulda Magnúsdóttir, varaformaður,  Guðrún Sigurjónsdóttir, meðstjórnandi, Sigrún Líndal, ritari og Katrín Hallgrímsdóttir, gjaldkeri.  Á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá nýkjörna stjórn USAH og svo hluta þingfulltrúa.

Myndir með frétt