Úlfur sæmdur Gullmerki ÍSÍ
Nú um helgin fór 43. Siglingaþing Siglingasambands Íslands fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingið gekk vel og hratt fyrir sig.
Mótaskrá fyrir 2016 og 2017 var samþykkt en einnig voru lögð fyrir þingið ný kappsiglingafyrirmæli SÍL sem munu birtast fyrir sumarið.
Úlfur H. Hróbjartsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns og var Jón Pétur Friðriksson kjörinn nýr formaður sambandsins. Í stjórn sambandsins voru kjörnir Arnar Freyr Birkisson, Kjartan Sigurgeirsson, Ólafur Már Ólafsson og Kristján Sigurgeirsson. Varamenn voru kosnir Andri Þór Arinbjarnarsson, Martin Swift og Úlfur H. Hróbjartsson.
Hafsteinn Pálsson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og sæmdi hann Úlf, fráfarandi formann SÍL, Gullmerki ÍSÍ við þetta tækifæri, fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.