Keppnisdagskrá Íslendinga í Lillehammer
Keppni á Vetrarólympíuleikum ungmenna hefst á morgun laugardag. Tveir af íslensku þátttakendunum hefja keppni strax á fyrsta degi. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir í risasvigi og Dagur Benediktsson í göngukrossi. Heildar keppnisdagskrá íslensku keppendanna má finna hér fyrir neðan, tímasetningar eru á íslenskum tíma. Á myndinni sem fylgir má sjá myndir af keppendunum okkar en þau eru frá vinstri talið Bjarki Guðjónsson, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson.
Laugardagur 13. febrúar
09:30-10:40 HDF Keppni: Risasvig stúlkna
08:30-09:25 DB Keppni: Göngukross undanriðlar
Sunnudagur 14. febrúar
09:20-10:20 HDF Keppni: Tvíkeppni stúlkna – Risasvig
12:45-13:20 HDF Keppni: Tvíkeppni stúlkna – Svig
Þriðjudagur 16. febrúar
08:30-09:05 DB Keppni: Sprettganga undanrásir
09:00-09:45 HDF Keppni: Stórsvig stúlkna fyrri ferð
11:30-12:15 HDF Keppni: Stórsvig stúlkna seinni ferð
Miðvikudagur 17. febrúar
09:00-10:00 BG Keppni: Stórsvig pilta fyrri ferð
11:30-12:20 BG Keppni: Stórsvig pilta seinni ferð
Fimmtudagur 18. febrúar
09:00-09:50 HDF Keppni: Svig stúlkna fyrri ferð
11:00-11:50 DB Keppni: 10 km ganga pilta með frjálsri aðferð
11:30-12:10 HDF Keppni: Svig stúlkna seinni ferð
Föstudagur 19. febrúar
09:00-09:50 BG Keppni: Svig pilta fyrri ferð
11:30-12:05 BG Keppni: Svig pilta seinni ferð