Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Kynning á uppbyggingu og rekstri sænskra skíðasvæða

26.01.2016Vetraríþróttamiðstöð Íslands hefur fengið sænska skíðafrömuðinn Hans Gerremo til landsins til að kynna uppbyggingu og rekstur sænskra skíðasvæða. Hann mun segja frá rekstrarfyrirkomulagi, samvinnu íþróttafélaga við skíðasvæðin, verðlagi og hvernig hann sér framtíð skíðasvæða í dag.
Hans Gerremo er fyrrum formaður sænska skíðasambandsins til 10 ára, var einn stofnenda sænska skíðasvæðasambandsins og sat í stjórn þess í 20 ár. 
Hans hefur bæði starfað hjá skíðasvæðum í opinberri eigu sem og í einkaeigu og hefur því gríðarlega mikla og breiða reynslu, sem áhugavert verður að heimfæra á möguleika skíðasvæða hér á landi. 
Fyrirlestur hans verður fluttur í sal Háskólans á Akureyri, mánudaginn 1. febrúar kl 14:00. Allir velkomnir.