Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ólöf María Íþróttamaður UMSE 2015

22.01.2016

Kjöri Íþróttamanns UMSE 2015 var lýst í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit 14. janúar síðastliðinn. Ólöf María Einarsdóttir kylfingur var kjörin og er þetta í annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn.  Ólöf María kemur úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík og varð meðal annars tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í sínum aldursflokki. Hún er í afrekshópi Golfsambands Íslands.

Alls voru veittar viðurkenningar til yfir 30 íþróttamanna UMSE fyrir árangur á árinu 2015.  Frekari umfjöllun, myndir og yfirlit yfir allar tilnefningar UMSE er að finna á heimasíðu UMSE, www.umse.is eða á Fésbókarsíðu sambandsins,

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar Ólöfu Maríu innilega til hamingju með titilinn.