Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Stofnfundur Vestra

19.01.2016

70 manns mættu á stofnfund íþróttafélagsins Vestra sem haldinn var á laugardag. Með stofnun Vestra sameinast Boltafélag Ísafjarðar, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, Sundfélagið Vestri og Blakfélagið Skellur í eitt stórt fjölgreinafélag. Hjalti Karlsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Auk Hjalta voru kosin í stjórn þau Gísli Jón Hjaltason, Sigurður Jón Hreinsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Guðni Guðnason, Sólrún Geirsdóttir og Pétur Markan. Varastjórn skipa Jón Páll Hreinsson og Anna Lind Ragnarsdóttir.
Fyrir stjórninni liggur að finna merki og liti nýs félags. Fjórar deildir eru í félaginu, þ.e. fótbolta-, blak-, körfubolta- og sunddeild.
Stofnfélagar Vestra eru allir félagar og iðkendur í félögunum sem ákváðu að sameinast auk allra sem ganga í Vestra fram að fyrsta aðalfundi félagsins.

Vestri ehf. færði félaginu eina milljón króna að gjöf til að ýta félaginu úr vör.

Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var viðstaddur stofnfundinn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar félaginu alls góðs í framtíðinni. Myndin er frá undirritun stofnskjals félagsins en undir það skrifuðu fulltrúar þeirra félaga sem nú munu starfa undir merkjum Vestra.